Nú er senn á enda starfstímabili núverandi stjórnar Brákarhlíðar en stjórn heimi...

Nú er senn á enda starfstímabili núverandi stjórnar Brákarhlíðar en stjórn heimi…

Nú er senn á enda starfstímabili núverandi stjórnar Brákarhlíðar en stjórn heimilisins hefur verið þannig skipuð frá árinu 2014:
Formaður Magnús B. Jónsson, varaformaður Jón G. Guðbjörnsson og meðstjórnendur þau Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, Lára Kristín Gísladóttir, Þór Þorsteinsson og Guðsteinn Einarsson.
Nú að loknum sveitarstjórnarkosningum tekur við ný stjórn því þó að heimilið sé sjálfseignarstofnun þá eru sveitarfélögin Borgarbyggð, Eyja og Miklaholtshreppur og Skorradalshreppur bakhjarlar heimilisins ásamt Sambandi borgfirskra kvenna, skipa þessir fjórir aðilar í stjórn á fjögurra ára fresti.
Þeir Magnús B. Jónsson og Þór Þorsteinsson hafa gefið það út að þeir muni stíga til hliðar nú en þeir hafa báðir setið i stjórn undanfarin 12 ár og eru þeim þökkuð afar góð störf á þessum árum sem og öðrum sem í stjórninni hafa setið. Margt og mikið hefur gerst á þessum tíma og dýrmætt hve stjórn hefur verið samhent og drýfandi i verkum sínum.
Á myndinni hér með eru fyrrgreindir stjórnarmenn ásamt framkvæmdastjóranum Birni Bjarka Þorsteinssyni.