Nú er allt á fullu við undirbúning fyrsta kaffihúss haustsins. Hér eru nokkrar k...

Nú er allt á fullu við undirbúning fyrsta kaffihúss haustsins. Hér eru nokkrar k…

Nú er allt á fullu við undirbúning fyrsta kaffihúss haustsins. Hér eru nokkrar konur og Jobbi að baka kanil snúða og eins og sjá má á myndunum er full einbeiting og gleði í fyrirrúmi. Það verður rúllutertuþema hjá okkur. Rúllutertur með sultu, rúllutertur með smjörkremi og rúllutertur með rjóma og ávöxtum. Þá verða heitar brauðrúllutertur og snúðar sem eru eins og þeirra er siður upp rúllaðir.
Semsagt kl. 15 – 17 fimmtudaginn 5. sept. Þá rúllum við þessu upp ! Allir velkomnir.