Kvenfélagið Lilja í Eyja- og Miklaholtshreppi fagnaði 90 ára afmæli fyrr á árinu. Í tilefni afmælisins var samþykkt að færa íbúum Brákarhlíðar að gjöf kr. 90.000,- í söfnun sem fram fer til þess að byggja gróðurhús/garðskála.
Fulltrúar félagsins komu í Brákarhlíð fyrir skömmu og afhentu gjöfina, það voru þær Herdís Þórðardóttir, Katharina Kotschote og Veronika Guðrún Sigurvinsdóttir sem komu til okkar f.h. Liljunnar og Halla Magnúsdóttir tók á móti þessari veglegu gjöf f.h. Brákarhlíðar
Kærar þakkir Kvenfélagskonur í Liljunni 🙏