Kvenfélag Reykdæla sendi okkur í Brákarhlíð veglegan glaðning í dag. Félagskonur héldu bingó í vetur og afrakstur þess, hvorki meira né minna en 200.000,- kr., lögðu þær inn til styrktar byggingar á gróðurhúsi/gróðurskála við Brákarhlíð. Kærar þakkir sendum við til félagskvenna í Kvenfélagi Reykdæla fyrir þennan höfðinglega stuðning 🙏😃
Setjum hér með myndir úr garðinum okkar sem teknar voru í dag, föstudaginn 29.maí