Kom til okkar í Brákarhlíð flottur hópur úr 1. til 3.bekk frá Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Krakkarnir sýndu heimilisfólki og starfsmönnum afurð vinnu sinnar úr Átthagaverkefni sem þau hafa unnið að, t.d. með gerð ættartrjáa. Það var mikið spjallað, spáð og spekúlerað ….og krakkarnir kunna svo sannarlega góðar umgengnisvenjur, sjá mynd af snyrtilega röðuðum skóm í forstofunni, stórt "læk" á það
