Kom til okkar í Brákarhlíð flottur hópur úr 1. til 3.bekk frá Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Krakkarnir sýndu heimilisfólki og starfsmönnum afurð vinnu sinnar úr Átthagaverkefni sem þau hafa unnið að, t.d. með gerð ættartrjáa. Það var mikið spjallað, spáð og spekúlerað 🙂 ….og krakkarnir kunna svo sannarlega góðar umgengnisvenjur, sjá mynd af snyrtilega röðuðum skóm í forstofunni, stórt "læk" á það 👍😉