[ad_1]
Kæru vinir, sem betur fer er þróunin varðandi fjölda smita að þróast í rétta átt á landinu. Stór hópur losnaði úr sóttkví i dag í Borgarnesi og er það mikið fagnaðarefni. Við sendum þeim sem hafa veikst góðar kveðjur með óskum um góðan bata.
Við í Brakarhlíð höfum sloppið enn sem komið er og vonum að svo verði áfram, þakklæti til íbúa, starfsfólks og aðstandenda fyrir góð samskipti, samvinnu og þolinmæði í þessum einstöku aðstæðum er okkur ofarlega í huga, höldum áfram á þessari braut kæru vinir.
Á þriðjudaginn kemur, 17.nóvember, tilkynnum við um næstu skref varðandi heimsóknartakmarkanir.
Njótið helgarinnar kæru vinir
Látum hér fylgja mynd sem tekin var fyrr í haust þegar verið var að undirbúa hópmyndatöku v/afmælisblaðs
[ad_2]