Kæru vinir okkar í Brákarhlíð !
Nú er páskahátíðin að ganga í garð, við ansi hreint sérstakar aðstæður þetta árið. Við í Brákarhlíð kunnum vel að meta þann hlýhug sem við finnum frá samfélaginu og erum þakklát fyrir hann.
Heimsóknarbannið er áfram í gildi og eins og fram hefur komið hjá sóttvarnarlækni og félögum þá verður það að gilda í báðar áttir þannig að heimilisfólki er ekki heimilt að fara í heimsóknir út af heimilinu a.m.k. að sinni.
Við minnum á að það er velkomið að hringja inn á heimilin og fá upplýsingar og sömuleiðis samband við ykkar ástvini. Hver hæð býr nú yfir spjaldtölvu og starfsfólk er tilbúið til að sjá til þess að hægt sé að eiga myndsamtal við heimilismann sé þess kostur og vel stendur á gagnvart öðrum verkefnum.
Við birtum hér nokkrar myndir úr starfinu í dag, með góðfúslegu samþykki viðkomandi heimilismanna og starfsmanna, hér una allir glaðir við sitt, bæði við hefðbundna afþreyingu og eins óhefðbundna 😉
Gleðilega páska kæru vinir 😊 vonandi verða komandi dagar jafn bjartir og fallegir og dagurinn í dag !