Kæru vinir, enn á ný er kominn föstudagur og við finnum að vorið er að nálgast o...

Kæru vinir, enn á ný er kominn föstudagur og við finnum að vorið er að nálgast o…

Kæru vinir, enn á ný er kominn föstudagur og við finnum að vorið er að nálgast okkur hér í Brákarhlíð eins og annarsstaðar 😊

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er nú til umræðu hvenær og hvernig fyrstu skref verða tekin í afléttingu á heimsóknarbanni til heimilisfólks og heimilismanna til sinna ástvina.
Ekki er búið að útfæra það að fullu en stefnt er að því að kynna á miðvikudaginn kemur, þann 22.apríl hvernig haldið verði á málum frá og með 4.maí. Engar breytingar eru fyrirhugaðar fram að þeirri dagsetningu.

Einnig erum við byrjuð að skoða okkar innra starf samhliða því þegar byrjað verður að slaka á hópaskiptingu og þ.h. og fyrst í stað allavega sjáum við fyrir okkur að starfsmannahópnum verði áfram skipt upp út maí að mestu. Ekki er búið að taka ákvörðun um heldur hvenær dagdvöl hefjist að nýju og fylgjum við í því sem öðru leiðbeiningum yfirvalda og okkar sérfræðinga.

En lífið gengur sinn vanagang, sem fyrr er aðdáunarvert að upplifa stóíska ró heimilismanna og aðstandenda yfir þessum aðtæðum og erum við þakklát fyrir það sem og starfsmönnum Brákarhlíðar fyrir ótrúlega jákvæð viðbrögð við miklu „róti“ á innra starfi, vaktaskipulagi og öðrum þáttum sem þurft hefur að breyta skipulagi á. Við erum farin að sjá glitta í „ljósið“ við enda þessa verkefnis og vonandi heldur sú þróun áfram laus við bakslag og, eins og sagði í upphafi, lyktin
af vorinu er komin 😊

Hér með er mynd af Jóhannesi okkar sem situr við og flokkar skrúfur og nagla af miklum móð.

Góðar stundir !