[ad_1]
Kæru vinir,
Eftirfarandi tilkynning var send í tölvupósti fyrr í dag til heimilismanna og aðstandenda.
Við óskum eftir að þeir sem hyggja á heimsóknir til okkar heimilismanna kynni sér vel efni þeirra reglna sem nú gilda og miðli þeim sín á milli. Við höfðum til þess að fólk komi ekki í stórum hópum inn á heimilið í heimsókn og helst ekki fleiri en tveir í einu.
Við undirstrikum mikilvægi þess að allir lúti þeim sóttvarnarreglum sem uppi eru því ekki eru allir heimilismenn bólusettir og enginn starfsmaður hefur verið bólusettur enn.
Ef fjölgun verður á smitum að nýju í samfélaginu þá verða reglur þessar endurmetnar.
Með vinsemd,
Stjórnendur Brákarhlíðar
[ad_2]