Heimsóknarreglur, gilda frá 25.mars 2021

[ad_1]

Kæru heimilismenn og aðstandendur,

Nú eru blikur á lofti og hópsmit Covid-19 að greinast í samfélaginu og búið er að herða mjög á almennum sóttvarnaraðgerðum.

Við í Brákarhlíð erum, eins og þið vitið, búin að fullbólusetja heimilismenn og flestir starfsmenn hafa fengið fyrri bólusetningu. Þó er það svo að ekki hafa allir starfsmenn getað þegið bólusetningu af ýmsum ástæðum og er enn ástæða til þess að fara varlega.

Það er vert að minna á að þrátt fyrir bólusetningu getur fólk enn smitast af Covid-19 og eins geta bólusettir borið með sér smit.

Við biðjum ykkur þess vegna um að fara varlega næstu daga og gæta vel að persónubundnum sóttvörnum.

Vinsamlega kynnið ykkur vel eftirfarandi og látið berast innan ykkar raða og fjölskyldna:
• Gætum öll að persónubundnum sóttvörnum.
• Á hverjum degi eru leyfðir 2 heimsóknargestir á hvern íbúa á milli kl. 13-18. Við biðjum gesti um að fara beint inn í herbergi til íbúa og dvelja ekki í sameiginlegum rýmum. Gestir bera grímur og spritta hendur við komu.
• Við biðjum um að börn, 18 ára og yngri, komi ekki í heimsókn að svo stöddu þar sem mikill fjöldi smita er að greinast í þeirra hópi.
• Heimilismenn mega enn fara í heimsóknir út af heimilinu en við biðjum ykkur um að fara varlega og gæta þess að öllum sóttvarnarreglum sé fylgt. Við komu á heimilið aftur er heimilismaður beðinn um að spritta hendur.

Nú gildir enn og aftur að standa saman eins og við erum orðin svo þjálfuð í.

Borgarnesi 25.mars 2021

Með vinsemd,

f.h. Brákarhlíðar
Bjarki, Halla og Jórunn

[ad_2]