[ad_1]
Kæra heimilisfólk og aðstandendur,
Nú er það staðfest að heimilisfólk á hjúkrunar- og dvalarheimilum á Vesturlandi fær bólusetningu gegn Covid-19 miðvikudaginn 30.desember.
Teymi frá HVE fara inn á öll heimilin og sjá um bólusetninguna í samstarfi við starfsfólk á hverjum stað.
Eftir u.þ.b. 3 vikur fær svo heimilisfólk seinni bólusetningu.
Vegna utanumhalds í kringum bólusetningu verður lokað fyrir heimsóknir inn á Brákarhlíð þann 30.desember. Vinsamlegast látið þær fregnir berast á meðal ættingja og þeirra sem eru skráðir heimsóknargestir að það sé lokað á heimsóknir þennan dag.
Með vinsemd og fyrirfram þökk fyrir skilning á aðstæðum,
Stjórnendur Brákarhlíðar
[ad_2]