Kæru heimilismenn og aðstandendur heimilisfólks í Brákarhlíð,
Upp er komið Covid smit í starfsmannahópi Brákarhlíðar, af öryggisástæðum þá lokum við á allar heimsóknir að sinni meðan farið er yfir málin og skimanir gerðar meðal heimilismanna og starfsmanna.
Frekari upplýsingar verða sendar út eftir því sem málin skýrast.
Aðeins eru veittar undanþágur í undantekningartilfellum og þá í samráði við hjúkrunarfræðinga heimilisins.
Með vinsemd,
f.h. Brákarhlíðar,
Bjarki Þorsteinsson