Í dag kom út kynningarblað um Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.  Hér með er...

Í dag kom út kynningarblað um Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu. Hér með er…

Í dag kom út kynningarblað um Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu. Hér með er mynd af forsíðu blaðsins sem og umfjöllun frá framkvæmdastjóra Brákarhlíðar um mikilvægi samtakanna fyrir aðildarfélögin og um stöðuna í samskiptum við ríksivaldið.
Innan samtakanna eru 47 félagasamtök og fyrirtæki sem eru almennt ekki ríkisfyrirtæki og starfa að heilbrigðis- og velferðarmálum samkvæmt þjónustusamningi eða öðrum tengdum greiðslum frá ríkinu. Greiðslur ríkisins til aðila innan SFV nema hátt í 15% af heildarútgjöldum ríkisins til heilbrigðismála á ári.
Aðildarfélög samtakanna mynda samanlagt fjölmennasta vinnustað sjúkraliða á landinu og næst fjölmennasta vinnustað hjúkrunarfræðinga (á eftir Landspítalanum). Fyrirtækin og félagasamtökin innan vébanda SFV eru mjög misstór að umfangi, allt frá minni stofnunum upp í yfir 1000 manna vinnustað líkt og Hrafnista er sem stærsta einstaka aðildarfélagið.