Í dag, föstudaginn 30. apríl, voru tímamót hjá okkur í Brákarhlíð þegar öðlingur...

Vignir hættir og Fúsi stígur inn

[ad_1]

 

Í dag, föstudaginn 30. apríl, voru tímamót hjá okkur í Brákarhlíð þegar öðlingurinn Vignir Sigurþórsson vann sinn síðasta formlega starfsdag hjá okkur.

Viggi eins og við köllum hann hefur verið starfsmaður heimilisins nú í rúm 24 ár og hefur heldur betur skilað sínu með miklum sóma. Við erum svo lánsöm að hann ætlar áfram að sinna söngstundum þannig að út maí og vonandi í haust fáum við að njóta nærveru hans á þeim stundum.

Á myndum hér með er öðlingurinn að færa arftaka sínum húsvarðalyklana dýrmætu en það er Vigfús Friðriksson sem tekur við lyklavöldunum af Vigni.

Um leið og við þökkum Vigni fyrir frábært samstarf þá bjóðum við arftakann Fúsa velkominn í öflugan starfsmannahóp Brákarhlíðar.

 

[ad_2]