Höfðingsskapur kvenfélaga og vinsemd er ómetanleg. Í gær komu þær Svanhildur Björk Svansdóttir og Svandís Bára Steingrímsdóttir, formaður og gjaldkeri Kvenfélags Álftaneshrepps, til okkar í Brákarhlíð, sjá nánar í frétt hér með sem Skessuhornið birti rétt í þessu á vef sínum
Við í Brákarhlíð viljum grípa hugmynd sem kom frá Vigdísi Pálsdóttur í kjölfar fréttarinnar á www.skessuhorn.is um að við birtum upplýsingar um hvar og hvernig einstaklingar gætu stutt við verkefnið sem um ræðir en það snýst um að koma upp gróðurhúsi í garði Brákarhliðar.
Reikningur Hollvinsamtakanna er 0326-13-301750 og kennitala 621209-1750 – gott er að fá staðfestingu á netfangið brakarhlid@brakarhlid.is og skýringuna "gróðurhús"
Með samstöðu og hlýhug til náungans getum við áorkað miklu !
Fyrsta gjöfin í sjóð til byggingar gróðurhúss í Brákarhlíð – Skessuhorn
Kvenfélag Álftaneshrepps á Mýrum færði nýverið Brákarhlíð og Hollvinasamtökum heimilisins tvö hundruð þúsund króna peningagjöf. Gjöfin er framlag til byggingar gróðurhúss í garði við Brákarhlíð. „Þetta er fyrsta gjöfin sem berst til þessa verkefnis í kjölfar umfjö…