Dagarnir í Brákarhlíð eru allskonar🙏…í gær myndlistarnámskeið 😉👌 og í dag kom Biskupinn yfir Íslandi, frú Agnes M. Sigurðardóttir, í heimsókn ásamt prófasti, séra Þorbirni Hlyn Árnasyni.
Byrjað var á messu, svo drukkið kaffi i samkomusalnum og svo farin skoðunarferð um heimilið.
Jón G. Guðbjörnsson, formaður stjórnar Brákarhlíðar, ávarpaði gesti í upphafi og sagði m.a. að þetta væri gott upphaf á fimmtugasta starfsári heimilisins en Brákarhlíð á 49 ára afmæli á morgun, 31.janúar, þannig að það styttist í 50 ára afmælið😉😊
Látum hér nokkrar myndir fljóta með frá heimsókn dagsins.