Heimsóknarreglur f.o.m. 4.jan.2021

Góðan daginn gott fólk og gleðilegt nýtt ár með þökk fyrir samskiptin á liðnu ári 👏

Nú er fyrri bólusetning heimilismanna afstaðin og eftir u.þ.b. 3 vikur verður sú seinni, ekki er komin dagsetning á bólusetningu starfsmanna þannig að enn um sinn verða takmarkanir varðandi heimsóknir, sjá eftirfarandi:

Eftirfarandi heimsóknarreglur gilda nú um sinn:
• Heimilar eru þrjár heimsóknir í viku til hvers heimilismanns. Húsið verður áfram læst og lokað fyrir almennri umferð. Gestir þurfa að hringja dyrabjöllu og bíða eftir að starfsmaður opni.
• Mælst er til að sami aðili komi í heimsókn. Skipta má um nafn að viku liðinni og láta þá líða 2 daga á milli heimsókna. Mikilvægt er að tilkynna um breytingar.
• Við óskum eftir að fá sent nafn þess aðstandanda sem mun koma í heimsókn þannig að við náum að halda utan um hvaða gestir koma í hús. Vinsamlegast sendið upplýsingar í netfangið halla@brakarhlid.is eða með sms skilaboðum í síma 692-1876.
• Munið að hafa smitrakningarapp almannavarna uppsett í síma ykkar.
• Við mælumst til þess að fólk komi á milli kl. 13:00 og 16:00 alla jafna en það má vera að við þurfum að gefa einhverjar undantekningar frá þeim tíma. Hver beiðni um frávik verður metin.
• Varðandi þann aðstandanda sem mun koma í heimsókn þá þarf hinn sami að undirgangast allar þær reglur sem gilt hafa varðandi smitvarnir, ekki koma í heimsókn ef einhverra einkenna gætir og að vera með grímu allan tímann meðan verið er í heimsókn, ekki einungis á leið til herbergis.
• Gönguferðir heimilismanna verða heimilar umhverfis Brákarhlíð en bílferðir og verslunarferðir eru óheimilar áfram.

Staðan verður endurmetin eftir þörfum og hlutaðeigandi upplýstir um leið og einhver breyting verður.

Þessi ákvörðun er sem fyrr tekin með hagsmuni heimilismanna okkar að leiðarljósi. Frekari upplýsingar má sjá á brakarhlid.is/covid-19-upplysingasida/

Með vinsemd,
Borgarnesi, 4. janúar 2021
Stjórnendur Brákarhlíðar