Árshátíð starfsmannafélags Brákarhlíðar var haldin laugardaginn 10.nóvember s.l....

Árshátíð starfsmannafélags Brákarhlíðar var haldin laugardaginn 10.nóvember s.l….

Árshátíð starfsmannafélags Brákarhlíðar var haldin laugardaginn 10.nóvember s.l. á Hótel Hamar. Eldhress skemmtinefnd sá um undirbúning hátíðarinnar í samstarfi við stjórn starfsmannafélagsins.
Í aðdraganda árshátíðarinnar var blásið til "Gleðiviku" og var ýmislegt stússað í kringum það skemmtilega þema. Á árshátiðina voru starfsmenn og gestir þeirra hvattir til að mæta með hatta og voru þeir, sko hattarnir , af öllum stærðum og gerðum
Afhentar voru starfsaldursviðurkenningar á árshátíðinni og fengu eftirtaldir starfsmenn viðurkenningu í þetta sinn:

10 ára starfsaldursviðurkenning:
Guðríður Ringsted
Ásta Hjaltadóttir

15 ára starfsaldursviðurkenning:
Erla Jóna Guðjónsdóttir

20 ára starfsaldursviðurkenning:
Sigríður Herdís Magnúsdóttir

30 ára starfsaldursviðurkenning:
Sólrún Egilsdóttir

Einnig var Helgu Karlsdóttur afhentur þakklætisvottur fyrir góð störf en Helga lét af störfum á árinu eftir rúmlega 20 ára starf fyrir heimilið.

Á myndinni eru þeir sem fengu viðurkenningar ásamt framkvæmdastjóra, á myndina vantar Sigríði Herdísi sem var því miður fjarverandi.