Ágæta heimilisfólk og aðstandendur
 2.júní opnar Brákarhlíð að nýju fyrir heimsó...

Ágæta heimilisfólk og aðstandendur 2.júní opnar Brákarhlíð að nýju fyrir heimsó…

Ágæta heimilisfólk og aðstandendur

2.júní opnar Brákarhlíð að nýju fyrir heimsóknir og ýmsar aðrar tilslakanir verða frá og með þeim degi.

Dagdvöl hefur einnig störf að nýju þann sama dag.

Eftir sem áður viljum við hvetja til þess að ýtrasta hreinlætis sé gætt og biðjum við alla gesti sem í Brákarhlíð koma að þvo hendur og spritta bæði við komu og eins við brottför. Við þurfum
öll að hafa í huga persónulegar sýkingavarnir áfram, handþvottur og handsprittun skipta grundvallarmáli þegar verið er að forðast að smit berist manna á milli.

Farið er fram á að gestir fari til herbergis þess sem verið er að heimsækja, ekki sé setið í sameiginlegum rýmum heimilismanna.

Farið er fram á að 2 metra nándarmörk séu virt gagnvart starfsfólki og öðrum heimilismönnum en þeim sem verið er að heimsækja.

Heimilisfólki er heimilt að fara í gönguferðir með sínum nánustu.

Einnig er heimilt að fara út af heimilinu, í bílferðir eða heimsóknir eða sækja aðra viðburði.

Við hvetjum alla til þess að hlaða niður í síma sína smitrakningaappi almannavarna, Rakning C￾19, ef þið hafið ekki þegar gert það.

Það er mikilvægt að hafa það í huga að baráttan gegn COVID-19 er ekki unnin og smitum getur fjölgað mjög hratt að nýju. Ef það gerist þarf að grípa til ákveðinna aðgerða og takmarkana að
nýju.

Alls ekki koma í heimsókn ef:
• Þú ert í sóttkví
• Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
• Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
• Þú ert með COVID-19 lík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki,
niðurgang o.fl.).
• Þú ert með einhver önnur almenn einkenni um veikindi

Við þökkum afar góð samskipti við heimilisfólk og alla aðstandendur á liðnum vikum í sérstökum aðstæðum og vonumst að sjálfsögðu áfram eftir góðum samskiptum og samvinnu við að halda
Brákarhlíð smitlausri, hreinni og snyrtilegri.

Einnig þökkum við starfsfólki okkar fyrir frábær störf
nú sem endranær sem hefur unnið af æðruleysi við afar krefjandi og í raun einstakar aðstæður.

Með vinsemd,
Stjórnendur Brákarhlíðar