1. des. 2020 – Framlenging á gildandi reglum um heimsóknir

Kæru vinir, sömu reglur varðandi heimsóknir til okkar í Brákarhlíð og verið hafa munu gilda áfram um sinn.

Reglan er að einn og sami má koma í heimsókn nú til heimilismanns tvisvar í viku.  Ef óskir eru um að skipta um heimsóknargest þá hafið samband við Höllu í síma 692-1876 á dagvinnutíma á virkum dögum eða vakthafandi hjúkrunarfræðing.

Mikilvægt að rétt nafn sé skráð sem heimsóknargestur.

Minnum einnig þá einstaklinga sem í heimsókn mega koma að þeir þurfa að bera grímu (maska) á meðan á heimsókn varir.

Með vinsemd,

Stjórnendur Brákarhlíðar