Við erum þakklát fyrir jákvæð viðbrögð við hugmynd okkar um að taka göngutúr frá Brákarhlíð yfir í þjónustufyrirtæki og stofnanir í nágrenni heimilisins til að skoða aðgengismál. Helga okkar sýndi í raun hvar aðgerða er þörf.
Sumstaðar eru aðgengismálin í fínu lagi en annarsstaðar þarf að bæta úr – eftir þennan labbitúr erum við sannfærð um að margt verður komið í betra ástand innan stutts tíma og að næsta sumar verði lokahnykkurinn hvað þennan þátt varðar í næsta nágrenni Brákarhlíðar kominn í gott lag 🙏👍