Kæru heimilismenn og aðstandendur,
Sömu reglur munu gilda áfram varðandi heimsóknir og verið hafa.
Samráðshópur hjúkrunarheimila mun funda eftir næstu helgi og þar verða næstu skref rædd varðandi næstu skref hvað heimsóknartakmarkanir varðar.
Þann 16. desember stefnum við að því að gefa út uppfærðar reglur um heimsóknir og einnig hvernig við munum snúa okkur varðandi heimsóknir um jól inn á heimilið og einnig hvernig heimilismenn þurfa að snúa sér ef til þess kemur að þeir kjósa að fara út af heimilinu um jólin.
Að endingu: Varðandi beiðnir um heimsóknir og mögulegar undanþágur þá þurfa þær beiðnir allar að fara í gegnum annað hvort Höllu í síma 692-1876 á dagvinnutíma eða vakthafandi hjúkrunarfræðing hverju sinni.
Með vinsemd,
Stjórnendur Brákarhlíðar