Gagnlegar upplýsingar

Að flytja í Brákarhlíð
Þeir sem hyggja á flutning á Brákarhlíð þurfa að sækja um færni- og heilsumat til Færni- og heilsumatsnefndar í viðkomandi landshluta. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Embætti landlæknis, hlekkur á umsóknareyðublað hér neðar á síðunni. Færni- og heilsumat er faglegt einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega hjúkrun og búsetu á hjúkrunarheimili. Það er ekki hægt að senda umsóknina rafrænt heldur verður að prenta hana út og koma til viðkomandi Færni- og heilsumatsnefnda.  Færni og vistunarmatsnefnd fyrir heilbrigðisumdæmi Vesturlands er með aðsetur á HVE í Borgarnesi Borgarbraut 65.

Þegar fyrir liggur að einstaklingur flytur á Brákarhlíð, þarf að undirbúa flutning á nýja heimilið sem best. Mörgum þykir erfitt að flytja og aðlagast breyttum aðstæðum. Í mörgum tilvikum liggur sjúkrahúsdvöl að baki og í einhverjum tilvikum hefur ekki gefist tækifæri til að kveðja gamla heimilið. Mikilvægt er að starfsfólk og aðstandendur séu samstíga um jákvæða aðlögun. Það er mikilvægt að hún takist sem best þannig að heimilisfólk upplifi öryggi og hlýju á nýja heimilinu.

Heimsóknir
Til þess að dvölin verði ánægjuleg og aðlögun þeirra sem flytja á Brákarhlíð sé sem best eru ættingjar og vinir hvattir til þessa að vera duglegir að heimsækja sitt fólk. Það skiptir miklu máli að heimilsfólk finni áfram jafn sterk tengsl við sína nánustu þrátt fyrir breytt búsetuform. Ættingjar eru alltaf velkomnir í heimsóknir og er markmiðið að þeim líði vel á heimilunum og upplifi sig velkomna. Reglulegar heimsóknir eru oft fastir liðir á dagskrá nánustu ættingja.  Undantekningar varðandi þennan þátt geta komið upp, samanber reglur um heimsóknir.

Persónuvernd
Brákarhlíð leggur metnað í að tryggja trúnað og vernd þeirra persónuupplýsinga sem heimilið þarf að afla og vinna með í tengslum við starfsemina, þ.á.m. upplýsingar um íbúa.
Smelltu hér til að skoða persónuverndarstefnu Brákarhlíðar

EDEN vottað heimili
Brákarhlíð hefur frá árinu 2010 stuðst við og unnið í anda EDEN hugmyndafræði og fékk formlega vottun sem EDEN heimili 15. desember 2020.  Hér neðar á þessari upplýsingasíðu er afrit af viðtali sem tekið var við hjúkrunarforstjóra Brákarhlíðar þar sem hún ústskýrir hvað EDEN hugmyndafræðin stendur fyrir.

Hér má finna nánari upplýsingar um Eden hugmyndafræðina: https://www.edeniceland.org/umokkur

Greiðsluþátttaka
Daggjöld til heimila eru ekki greidd nema samþykkt vistunarmat liggi fyrir. Ástæða er til að vekja athygli umsækjenda um færni- og heilsumat á því að þegar lífeyrisþegi flyst á hjúkrunarheimili falla niður lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR). Við það að greiðslur falla niður myndast réttur til vasapeninga sem eru tekjutengdir. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér þátttöku í dvalarkostnaði og kostnað við búsetu.  Frekari upplýsingar um þessi efni er að finna á vefsetri TR.
Brákarhlíð innheimtir fyrir Tryggingastofnun kostnaðarþáttöku íbúa. Tryggingastofnun reiknar út kostnaðarþátttökuna og veitir nánari upplýsingar um útreikningana í síma 560-4400.

Aðstandendur sem þurfa að hafa samband við Brákarhlíð vegna greiðsluþátttöku heimilismanna geta verið í sambandi við framkvæmdastjóra í síma 432-3188 eða í gegnum netfangið ingadora@brakarhlid.is

Aðbúnaður
Starfsemi Brákarhlíðar fer fram að Borgarbraut 65 í Borgarnesi. Húsnæðið á öllum einingum heimilisins er hannað og byggt með þarfir aldraðra í huga þannig að þjónusta við heimilisfólk verði sem allra best. Húsnæðið hefur undirgengist miklar endurbætur með tilheyrandi einkarýmum og setustofum á hverri einingu í takt við breytta tíma. Öryggiskerfi og vöktun er á öllu húsnæði Brákarhlíðar allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Þvottahús
Brákarhlíð sér um þvott á persónulegum fatnaði heimilismanna nema á þeim fatnaði sem er viðkvæmur og þarf að fara t.d. í fatahreinsun.

Matarbakkar/heimsendur matur
Brákarhlíð er með samning við Borgarbyggð um að elda mat sem eldri borgarar og öryrkjar innan þéttbýlis Borgarness geta fengið sendan heim í hádeginu.  Sótt er um heimsendan mat á íbúagátt Borgarbyggðar og hægt að velja þá daga sem óskað er eftir.   Sveitarfélagið sér um akstur og innheimtu vegna þessarar þjónustu.  Nánari upplýsingar er hægt að fá í þjónustuveri Borgarbyggðar í síma 433-7100.

Í félagsstarfinu á Borgarbraut 65a er boðið upp á hádegismat alla virka daga, nánari upplýsingar hjá umsjónarmanni félagsstarfsins.

Félagsleg heimaþjónusta
Fyrirspurnir um félagslega heimaþjónustu beinast alfarið til sveitarfélaga, sími í Ráðhúsi Borgarbyggðar er 433-7100.

Heimahjúkrun
Heimahjúkrun er alfarið á hendi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, símanúmer HVE, heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi er 432-1430.

Hvíldarinnlögn

Samhliða því að fylla út eyðublað hér að neðan um umsókn um hvíldarinnlögn og koma því til Vistunarmatsnefndar fyrir heilbrigðisumdæmi Vesturlands þá er mikilvægt að haft sé samband við Brákarhlíð varðandi það ef óskir eru um tilteknar dagsetningar og þ.h.  Símanúmer er 432-3180 og netfang brakarhlid@brakarhlid.is

Færni og heilsumat

 

———————————————————————————

Lög og reglur

Um starfsemi heilbrigðis- og öldrunarþjónustu gilda margvísleg lög og reglugerðir:

Starfsfólki í heilbrigðisþjónustu ber að starfa í samræmi við þau lög sem starfsréttindum þeirra fylgir:

Heildarlöggjöf um allar heilbrigðisstéttir tóku gildi 1. janúar 2013. Leystu þau af hólmi fimmtán lög sem nú gilda um störf þeirra.

Siðareglur

Félög heilbrigðisstétta setja félagsmönnum sínum siðareglur sem þeim ber að nýta sér sem leiðarljós og til stuðnings í daglegu starfi.

Aðrir hlekkir