Minningarsjóður

Brákarhlíð starfrækir minningarsjóð í nafni Hollvinasamtaka heimilisins. Minningarkort eru til sölu hér á heimasíðunni, sjá form hér neðar sem við óskum eftir að fyllt sé út og sent til okkar.  Mikilvægt er að fyllt sé í alla reiti og við undirstrikum að netfang þarf að vera rétt stafsett.

Einnig er hægt að hafa samband við okkur í Brákarhlíð, á virkum dögum, á milli kl.08:00 og 15:30 í síma 432-3180 eða koma á skrifstofuna á fyrrgreindum tíma.

Heimilið sér um að senda minningarkortin til viðtakenda, hægt er að millifæra fyrir gjöfinni inn á reikning Hollvinasamtaka heimilisins, 0326-22-003467, kennitala 621209-1750. Senda þarf staðfestingu fyrir millifærslu á netfangið brakarhlid@brakarhlid.is, en einnig er hægt að óska eftir að krafa verði stofnuð í heimabanka.

Allur ágóði af sölu minningarkortanna rennur til kaupa á tækjum og búnaði fyrir heimilisfólk.

Minningarsjóður

    Minningarkort:

    Móttakandi:

    Greiðandi:

    Framlag: