Ágætu heimilismenn og aðstandendur hemilismanna í Brákarhlíð,
Í kjölfar þess að upp kom Covid-smit hjá starfsmanni Brákarhlíðar voru framkvæmd hraðpróf hjá meginþorra heimilismanna og starfsmanna, verður sýnatöku fram haldið í dag.
Tvö af þeim ríflega 50 sýnum sem tekin voru sýndu jákvæða niðurstöðu og hefur annað þeirra verið staðfest sem smit og er sá einstaklingur einkennalaus. Þessir einstaklingar búa á Tjörn og hefur það heimili verið sett í einangrun. PCR próf verða tekin á öðrum og fimmta degi frá því að smit uppgötvast, vonandi mun sóttkví annarra heimilismanna því ljúka um miðja næstu viku.
Búið er að gera viðeigandi ráðstafanir og verður áfram lokað á heimsóknir meðan einangrun varir. Við reynum eins og kostur er að halda daglegri rútínu innanhúss því megin þorri bæði heimilismanna og starfsmanna er komin með örvunarskammt sem vonandi gefur okkar fólki góða vörn gegn þessum vágesti sem Covid er.
Frekari upplýsingar verða gefnar um leið og tilefni verður til.
Borgarnesi 6. janúar 2022
Stjórnendur Brákarhlíðar