Það má með sanni segja að það hafi orðið tímamót í lok dags í Brákarhlíð. Ólöf okkar Soffía Gunnarsdóttir lauk þá sinni síðustu vakt eftir rúmlega 36 ára gifturíkan feril og störf. Ólöf hefur verið einn af þessum dýrmætu starfsmönnum okkar sem staðið hefur vaktina með miklum sóma og skapað það jákvæða viðhorf sem Brakarhlíð nýtur í samfélaginu 🙏🌹
Kærar þakkir Ólöf fyrir þitt frábæra framlag til Brákarhlíðar, heimilisfólks og samstarfmanna 😊
Á myndinni með Ólöfu eru þau Halla, Jórunn og Bjarki, stjórnendur heimilisins.