Lionskonur í Öglunum í Borgarnesi, þær Sigurbjörg Viggósdóttir formaður, og Guðrún Fjeldsted, formaður fjáröflunar- og verkefnanefndar, komu færandi hendi í dag og færðu iðjustofu Brákarhlíðar peningagjöf, einnig færði Sigurbjörg iðjustofunni peningagjöf frá henni sjálfri sem hún gaf í minningu móður sinnar heitinnar, Ingveldar Guðjónsdóttur frá Rauðanesi.
Kærar þakkir Sigurbjörg og Lionskonur allar, þið standið eins og klettar með starfinu hér í Brákarhlíð 😊
Með þeim Guðrún og Sigurbjörgu á myndinni eru starfsmenn Brákarhlíðar, þær Aldís, Sísí, Jóna og Halla.