Laust starf umsjónarmanns fasteigna í Brákarhlíð !
Frá 1. maí n.k. er laust starf húsvarðar hjá okkur í Brákarhlíð, um
er að ræða 100% starf.
Í starfið viljum við ráða einstakling, konu eða karl, sem getur gengið í öll almenn viðhaldsverkefni auk þess að sinna húsakosti okkar, tækja- og tæknibúnaði, daglegum þrifum, umhirðu lóðar, ýmsum samskiptum og öðrum allskonar tilfallandi verkefnum.
Við leitum að liðsmanni sem er góður í samskiptum, með jafnaðargeð og er tilbúinn til að leggja okkar öfluga starfsmannahópi lið.
Brákarhlíð er hjúkrunar- og dvalarheimili þar sem dvelja að jafnaði 54 heimilismenn. 80 starfsmenn eru við störf og húsakosturinn er 5000 fermetrar.
Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar n.k.
Umsóknir sendist í tölvupósti í netfangið bjarki@brakarhlid.is eða með bréfpósti á heimilisfangið Brákarhlíð, b.t. Bjarki, Borgarbraut 65, 310 Borgarnes.
Frekari upplýsingar um starfið gefa þau Halla í síma 692-1876 eða Bjarki í síma 660-8245.