Kvenfélag Borgarness kom færandi hendi til okkar í Brákarhlíð í dag 😀 …eins og reyndar mörg undanfarin ár á laugardeginum fyrir fyrsta í aðventu. Þær færðu heimilinu gjafir og sungu og léku jolalög. Kvenfélagið fagnar 90 ára afmæli í ár og hefur eins og mörg kvenfélög í héraðinu stutt ötullega við starfssemi Brakarhlíðar allt frá stofnun.
Við þetta tækifæri í dag færði Kvenfélagið formanni sóknarnefndar Borgarneskirkju gjafabréf í tilefni afmælis Kvenfelagsins þannig að það eru ýmis félagasamtök sem njóta góðs af góðvild Kvenfélagsins 😀.
Kærar þakkir fyrir hlýhug og goðvild Kvenfélagskonur !