Í gærkvöldi, þriðjudaginn 11.desember, fór fram aðventusamkoma í Brákarhlíð. Séra Jón Ásgeir Sigurvinsson og Kirkjukór Borgarneskirkju, undir stjórn Steinunnar Árnadóttur, héldu utan um góða dagskrá og fengu Eirík Jónsson með sér i lið en hann leiklas jólasögu. Á eftir fékk heimilisfólk ásamt gestum sér kaffi og með því 🌲
Kærar þakkir fyrir notalega stund kæru vinir