Í dag byrjaði myndlistar-námskeið hjá okkur. Guðrún Helga Andrésdóttir er leiðbeinandi. Hér á myndunum eru konurnar í fyrsta hópnum. Eins og sjá má eru þær niðursokknar og líka ánægðar með stundina. Námskeiðið verður vikulega í fjórar vikur, hóparnir eru tveir og sá þriðji að verða til.