Gleðileg jól 🎄🎅
Við í Brákarhlíð, heimilisfólk og starfsmenn, sendum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur til aðstandenda og allra annarra velunnara heimilisins
Kærar þakkir fyrir velvild og hlýhug til heimilisfólks, starfsmanna og heimilisins á þessu viðburðarríka og um margt sérstaka ári 2020 og megi árið 2021 verða okkur öllum gæfu- og gleðiríkt
Við viljum benda á og hvetja til þess að í stað heimsókna, sem eru háðar takmörkunum eins og við öll vitum, sé bæði tæknin notuð og þá til rafrænna samskipta og eins er hægt að kíkja í “gluggaheimsókn” til ástvina í Brákarhlíð, ekki síst ef veðrið leikur eins við okkur eins og þegar þessi kveðja er rituð á Þorláksmessu.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hyllir undir betri tíð í samfélaginu í kjölfar þess að bólusetning hefst við Covid-19. Heimilisfólk hjúkrunarheimila fær að óbreyttu fyrri bólusetningu á milli jóla og nýárs, ekki liggur fyrir hvaða dag nákvæmlega og síðan er talað um að um 3 vikur þurfi að líða áður en seinni skemmtur af bóluefni er gefinn. Rætt hefur verið við heimilisfólk um bólusetninguna af hjúkrunarfræðingum okkar og eru þeir upplýstir um stöðu mála.
Með einlægri von og ósk um góða tíma yfir hátíðirnar.
Gleðileg jól !