Fimmtudaginn 8.febrúar kl. 18:00 verður árlegt þorrablót Brákarhlíðar haldið. Þar skemmta heimilismenn, ásamt mökum sínum, og starfsfólk Brákarhlíðar sér saman góða kvöldstund.
Í ár verður það Gísli Einarsson sem stýrir veisluhöldum og þau Lára Kristín Gísladóttir og Höskuldur Kolbeinsson munu syngja nokkur vel valin lög við undirleik Viðars Guðmundssonar.
Vignir Sigurþórsson mun síðan leika og spila undir borðum, þó ekki í bókstaflegri merkingu og einnig mun hann leika og syngja meðan við bregðum undir okkur betri fætinum og stígum nokkur dansspor.
Kvöldið endar síðan á spilabingói eins og rík hefð er fyrir á þorrablótum í Brákarhlíð.
Það er gaman að vera til