(notitle)

Föstudagsmolar …….

[ad_1]

 

Daglegt líf er óðum að færast í „venjulegt“ horf hjá okkur í Brákarhlíð. Byrjað var að bólusetja starfsmenn nú í vikunni og hefur Rósa Marinsódóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á HVE, séð um að bólusetja allt okkar fólk og er nú staðan sú að rúmlega 2/3 starfsmanna hafa nú fengið fyrri bólusetningu og í næstu viku verður allt okkar fólk komið með bólusetningu. Mynd af Rósu að gera sig klára „í aksjón“ er hér með.

Jafnframt mun í næstu viku viku opna aftur dagdvölin hjá okkur en hún hefur meira og minna verið lokuð síðan 6.mars í fyrra þegar lokað var á heimsóknir í fyrsta sinnið vegna Covid-19.

Í næstu viku hefjast einnig söngstundir hjá okkur í samkomusalnum þegar Vignir okkar slær fyrsta tóninn að nýju á þeim vettvangi, verður það fagnaðarstund þegar sé annars reglulegi þáttur í okkar starfi hefst að nýju.

Þrátt fyrir öll þessi jákvæðu skref þá þurfum við áfram að gæta allrar varkárni varðandi sóttvarnir í Brákarhlíð og grímuskylda starfsmanna sem og gesta verður áfram í gildi enn um sinn.

 

Mynd frá Brákarhlíð.

[ad_2]