Til aðstenda heimilisfólks í Brákarhlíð ! Aðstandendakaffi/fundur Ágætu ættingjar og aðstandendur heimilismanna í Brákarhlíð. Mánudaginn 13. nóvember n.k. kl. 17:15 viljum við í Brákarhlíð bjóða aðstandendum heimilisfólks sem hjá okkur býr til fundar til að fara yfir ákveðna þætti í starfssemi heimilisins og það sem helst er á döfinni. Boðið verður upp á kaffi og með því að sjálfsögðu 🙂 …
Kærar þakkir til allra þeirra sem lögðu leið sína til okkar í Brakarhlíð í dag á…
Kærar þakkir til allra þeirra sem lögðu leið sína til okkar í Brakarhlíð í dag á basarinn 😀 Ómetanlegt að finna allan þann hlýhug sem er til heimilismanna og heimilisins ⚘ Einnig kærar þakkir til starfsmanna Brákarhlíðar sem komu að undirbúningi, framkvæmd og frágangi 🤗 hann er magnaður starfsmannahópurinn okkar !
Bara til öryggis sko þið munið basar og glóðvolgar vöfflur á laugardaginn á mil…
Bara til öryggis sko 😉 þið munið basar og glóðvolgar vöfflur á laugardaginn á milli kl. 14 og 16 😀 Allir velkomnir !
Psssst ….þið munið, basar og kaffisala á laugardaginn kemur, þann 4.nóvember, …
Psssst 🤗….þið munið, basar og kaffisala á laugardaginn kemur, þann 4.nóvember, á milli kl. 14:00 og 16:00, undirbúningur í fullum gangi í iðjunni og síðan verða vöfflurnar algerlega glóðvolgar og kaffið ilmandi á laugardaginn 😀 Allir velkomnir !
Góðan dag, nú er það staðfest að utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga ti…
Góðan dag, nú er það staðfest að utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga til Alþingis verður í Brákarhlíð þriðjudaginn 24.október á milli kl.10 og 12, sjá mynd af auglýsingu 😀
Kæru vinir, nú styttist í opna daginn/basarinn okkar í Brákarhlíð. Okkar fólk er…
Kæru vinir, nú styttist í opna daginn/basarinn okkar í Brákarhlíð. Okkar fólk er í óðaönn að „gera og græja“ muni sem verða til sýnis og sölu. Setjum hér nokkrar myndir af herlegheitunum um leið og við biðjum ykkur um að taka frá tíma eftir hádegi laugardaginn 4.nóvember n.k. 😀
Föstudagsbíó með Stellu í orlofi og kaffihúsastemming á eftir – ljúfar og skemmt…
Föstudagsbíó með Stellu í orlofi og kaffihúsastemming á eftir – ljúfar og skemmtilegar stundir
Hér er hún Aldís okkar á ferðalagi um Vestfirði með okkar fólki, spinnur saman f…
Hér er hún Aldís okkar á ferðalagi um Vestfirði með okkar fólki, spinnur saman fróðleik, músík og ýmsum skemmtilegheitum – heildarverkefnið er að fara allan hringinn um Ísland 😀
Sól og blíða hjá okkur og þá er rétt að slá í ís og almenna gleði í garðinum :) …
Sól og blíða hjá okkur og þá er rétt að slá í ís og almenna gleði í garðinum 🙂 fengum góðvin okkar Jón Finnsson til að taka í nikkuna góðu 😉
Góða veðrið nýtt og farið út í garð og fengið sér ís. Vorum svo heppin að Steink…
Góða veðrið nýtt og farið út í garð og fengið sér ís. Vorum svo heppin að Steinka Páls var í heimsókn og spilaði á harmonikku sem síðan eigandinn sjálfur tók síðan við og spilaði á af hjartans list, já, tónlistarhæfileikarnir ganga bæ af bæ á Mýrunum greinilega 🙂
Okkur í Brákarhlíð vantar liðsauka! Við leitum að vönduðum einstaklingum til vi…
Okkur í Brákarhlíð vantar liðsauka! Við leitum að vönduðum einstaklingum til vinnu við aðhlynningu. Samsetning vakta og starfshlutfall er samkomulagsatriði. Umsóknir berist á brakarhlid.is en nánari upplýsingar gefur Jórunn María Ólafsdóttir í síma 432-3180 / 432-3191