Lionsklúbburinn Agla í Borgarnes stóð fyrir afar skemmtilegu og ágætlega sóttu sagna og rímnakvöldi í Brákarhlíð miðvikudagskvöldið 21.mars. Þau Vigdís Pálsdóttir, Bragi Ásgeirsson, Theodór Þórðarson og Páll Brynjarsson sögðu skemmtisögur og Þórður Brynjarsson flutti rímur. Við sama tilefni afhentu Lionsklúbbarnir í Borgarnesi Brákarhlíð ný borð að gjöf til nota í samkomusal heimilisins, mjög vegleg gjöf frá klúbbunum og þeir sýna þar með enn einu sinni hlýhug Lionshreyfingarinnar til heimilisins.
Við þetta sama tilefni afhenti Páll Brynjarsson, f.h. þeirra systkyna Ingu Dóru, Atla Rúnars, Jóns Baldvins, Helga Más, Óskars Þórs og Jóhanns Ólafs Halldórsbarna bókina Svarfdælasýsl sem þau gáfu út fyrir stuttu, kærar þakkir !