Í dag tóku fulltrúar Brákarhlíðar, þeir Jón stjórnarformaður og Bjarki framkvæmdastjóri, við höfðinglegri gjöf frá Stéttarfélagi Vesturlands við athöfn sem fram fór í húsakynnum félagsins.
Andvirði hennar skal nýta, eins og segir á gjafabréfinu, til kaupa á hjálpartækjum sem létt geta störf og aukið vellíðan heimilisfólks.
Það voru tónlistarskólar og hjúkrunarheimili á starfssvæði Stéttarfélagsins sem fengu glaðning í dag 🙏 hér með er mynd af fulltrúum styrkþega ásamt formanni og varaformanni Stéttarfélags Vesturlands, þeim Signý Jóhannesdóttir og Sigrún Reynisdóttur.
Kærar þakkir Stéttarfélag Vesturlands !